Uppsögn og skil

Reglur um uppsögn og skil íbúða

Uppsagnarfrestur er 3 mánuðir.
Uppsögn skal berast skriflega á skrifstofu Heimkynna ehf.

Áður en íbúð er skilað skal panta úttekt.
Kostnaður við úttekt greiðist af leigjanda.

Leigjandi skal skila íbúðinni tandurhreinni.
Allir veggir í íbúðinni skulu vera nýmálaðir.
Engin för skulu vera eftir nagla eða skemmdir á málningu.
Allt gler skal vera hreint og gluggar í lagi.
Óskemmdar perur skulu vera í öllum ljósakúplum.
Þrífa skal allar innihurðir og innréttingar að innan og utan.
Ekki má nota sterk efni til þrifa á innréttingum, skápum og hurðum.
Allir skápar, eldavél og tæki í eldhúsi skulu vera tandurhrein.
Bak við ísskáp skal vera hreint og allar flísar skulu vera hreinar.
Hreinlætistæki á baðherbergjum skulu vera tandurhrein.
Kísill skal hreinsaður af vöskum og flísum og spegill pússaður.
Bak við þvottavélar og þurrkara skal vera hreint.