4ja herbergja

4ra herbergja íbúðir

Þórðarsveigur 32-36:

4ra herbergja íbúðirnar eru u.þ.b. 93 fm að stærð, sjá nánar undir “Lausar íbúðir”. Hverri íbúð fylgir geymsla.  Geymslur íbúðanna eru staðsettar í sameiginlegu rými í kjallara hússins.   Á jarðhæð hússins er sameiginlegt rými til geymslu á reiðhjólum og barnavögnum.
Sér inngangur er í allar íbúðirnar.
Lyfta er í húsinu við Þórðarsveig 34-36.

Á jarðhæð eru þrjár 3ja herbergja íbúðir og fjórar 4ra herbergja endaíbúðir.
Á 2. og 3. hæð eru fimm 3ja herbergja íbúðir og fjórar 4ra herbergja endaíbúðir.
Á 4. og 5. hæð eru tvær 3ja herbergja íbúðir og tvær 4ra herbergja endaíbúðir.

4ra herbergja íbúðirnar eru tvenns konar.
Annars vegar er um að ræða íbúðir með tveimur forstofuherbergjum og hins vegar íbúðir þar sem farið er inn í öll herbergin eftir að komið er inn úr forstofu.

4ra herbergja íbúðir með forstofuherbergjum, eingöngu við Þórðarsveig 32:
Komið er inn í forstofu, úr forstofu er farið inn í sitt hvort svefnherbergið.  Úr forstofu er farið inn á lítinn gang, þaðan er gengið inn í svefnherbergi og baðherbergi.  Stofa og eldhús eru opin inn af ganginum og liggja þvert á íbúðina.  Skápar eru í öllum svefnherbergjum og á ganginum eftir að komið er úr forstofu.
Á jarðhæð er gengið úr stofu út á hellulagða verönd og út í garð.
Á annarri og þriðju hæð er gengið úr stofu út á svalir íbúðanna.

4ra herbergja íbúðir:
Komið er inn í forstofu.  Úr forstofu er farið inn á lítinn gang, þaðan er gengið inn í svefnherbergin og inn á baðherbergi.  Stofa og eldhús eru opin inn af ganginum og liggja þvert á íbúðina.
Á jarðhæð er gengið úr stofu út á hellulagða verönd og út í garð.
Á öðrum hæðum er gengið úr stofu út á svalir íbúðanna.