3ja herbergja

3ja herbergja íbúðir

Þórðarsveigur 32-36:

3ja herbergja íbúðirnar eru u.þ.b. 77 fm að stærð, sjá nánar undir “Lausar íbúðir”.  Hverri íbúð fylgir geymsla.  Geymslur íbúðanna eru staðsettar í sameiginlegu rými í kjallara hússins.   Á jarðhæð hússins er sameiginlegt rými til geymslu á reiðhjólum og barnavögnum.
Sér inngangur er í allar íbúðirnar.
Lyfta er í húsinu við Þórðarsveig 34-36.

Á jarðhæð eru þrjár 3ja herbergja íbúðir og fjórar 4ra herbergja endaíbúðir.
Á 2. og 3. hæð eru fimm 3ja herbergja íbúðir og fjórar 4ra herbergja endaíbúðir.
Á 4. og 5. hæð eru tvær 3ja herbergja íbúðir og tvær fjögurra herbergja endaíbúðir.

3ja herbergja íbúðirnar eru allar eins hannaðar, utan ein íbúð á jarðhæð sem er sérhönnuð m.t.t. hjólastóls.
Komið er inn í forstofu, úr forstofu er farið inn í alrými íbúðarinnar.   Úr alrými er farið inn í svefnherbergin og baðherbergið, en stofa og eldhús eru opin.  Skápar eru í forstofu og svefnherbergjum.
Á jarðhæð er gengið úr stofu út á hellulagða verönd og út í garð.
Á öðrum hæðum er gengið úr stofu út á svalir íbúðanna.